Saturday, December 12, 2015

Jólamót Víkingaklúbbsins 2015 úrslit

Jólamót Víkingaklúbbsins fór fram miðvikudaginn 9. desember í Víkinni.  Alls tóku 41 keppandi þátt, en keppt var í þrem flokkum.  Upphaflega áttu aldursflokkarnir að vera fjórir með peðaskák, en þar sem skákstjórarnir voru bara tveir á endanum, þá var bara keppt í tveim flokkum, en hver aldursflokkur fengi verðlaun sérstaklega.  
Í eldri flokki voru tefldar 5. umferðir með 7. mínútna, en í yngri flokki voru telfdar 4. umferðir með sömu tímamörukum.

Í eldri flokki sigraði Alexandir Mai með 5 vinninga af 5 mögulegum.  Næstur kom bróðir hans Aron Mai með 4.5 vinninga.  Róbert Luu náði þriðja sæti með 4.5 vinninga en var lægri á stigum en Aron Mai.  Efstur Víkinga varð Jón Hreiðar með 3. vinninga.  Gabríel Sær varð efstur í aldursflokknum 2006 og Adam Ómarsson varð efstur í aldursflokknum 2007, en hann fékk skráð röng úrslit í fyrstu umferð, sem nú er búið að leiðrétta (átti að fá hálfan vinning fyrir "bye" í fyrstu umferð en fékk ekki).

Í yngri flokki sigraði hinn bráðefnilegi Bjartur Þórsson (fæddur 2009) eftir hörku baráttu við jafnaldra sinn Einar Brynjarsson.  Báðir þessi piltar eru bráðefnilegir og undirritaður var vitni að innbyrgðis skák þeirra, þar sem staðan var nokkuð tvísýn og var Einar kominn með yfirhödnina, en lék sig svo óvænt í mát.  Í þriðja sæti varð J'on Sigurður efnilegur nemandi úr Ingunnarskóla.  Í fjórða til fimmta sæti urður Bergþóra Helga og Jóna María og varð Bergþóra hærri á stigum (vann innbyrgðis viðureign).  


Skákstjórar voru Stefán Bergsson í eldri flokki og Gunnar Fr. og Sigurður Ingason í yngri flokki.  Lenka Ptacnikova stjórnaði peðaskákinni.  

Eins og áður sagði urðu smá breytingar á flokkunum og eiga því nokkrir enn eftir að fá verðlaun fyrir besta árangur (árgangaverðlaun).
Barnaæfingar Víkingaklúbbsins eru nú komnar í jólafrí, en hefjast aftur 7. janúar og verða vikulega fram á vor. M.a er stefnt að tveim stórum barnamótum eins og þessu ári þs, páskamótið og vormótið.

Eldri flokkur úrslit:

1. Alexander Mai 5v. af 5
2. Aron Mai 4. 5. v
3. Robert Luu 4.5. v
4. Gylfi Már 4.v
5. Alexander Már 4.v
6. Adam Omarsson 3.5.v
7. Gabríel Sær 3.0.v
8. Ísak Orri 3.v
9. Guðni Viðar 3.v
10. Benidikt Þórisson 3.v
11. Þorsteinn Már 3.v
12. Jón Hreiðar 3.v
13. Baldur  3.v

Aðrir minna, en alls tóku 28 þátt í eldri flokki.

Yngri flokkur úrslit:

1. Bjartur Þórisson 4. v af 4
2. Einar Brynjarsson 3.v
3. Jón Sigurður 2.5.v
4. Bergþóra Helga 2. v
5. Jóna María 2. v
6. Ragna Rúnarsdóttir 1.5  v.
7. Hrafnkell 1. v.
8. Guðjón Sævarsson 1.0 v
9. Þorbergur
10. Þórður 


Peðaskák úrslit:

1. Jósef Omarsson (2011) 4.0 v 
2. Vilborg 2. v 
3. Nicol Dís (2012)  0. v 


Aukaverðlaun:


Besti Víkingurin eldri:  Jón Hreiðar Rúnarsson
Stúlknaverðlaun:  Bergþóra Helga Gunnarsdóttir
Besti Víkingurinn yngri:  Einar Brynjarsson
Bestur 2001: Aron Þór Mai
Bestur 2003: Alexander Þór Mai
Bestur 2005:  Róbert Luu
Bestur 2006:  Gabríel Sær Bjarnþórsson
Bestur 2007: Adam Ómarsson
Bestur 2008: Bergþóra Helga Gunnarsdóttir
Bestur 2009: Bjartur Þórisson
Peðaskák 2010 eða síðar:  Jósef Omarsson (2011)






























No comments:

Post a Comment