Friday, December 12, 2014

Úrslit á jólamóti Víkingaklúbbsins 2014

Jólamót Víkingaklúbbsins sem átti að fara fram í Víkingsheimilinu miðvikudaginn 10. desember var á endanum haldið í Fram-heimilinu við Safamýri.  Þau tíðindi bárust um viku fyrir mót að til stæði að mála veitingasalinn í Víkinni á keppnisdag og það var því bara tvennt í stöðunni að færa mótið annan dag eða halda lítið og nett jólamót í neðri salnum sem er frekar lítill og rúmar í mesta lagi 40 manna mót.  Þar sem skráningar voru fáar farnar að berast á mótið var ákveðið að halda lítið og nett mót í neðri salnum.  Ekki var talin mikil "hætta" á ferðum með að skráning myndi taka mikinn kipp, en daginn fyrir mót var ljóst að það stefndi í metþátttöku á mótinu og á hádegi á keppnisdag var ákveðið að færa mótið í stærri sal.  Sem betur fer tókst það stórslysalaust með hjálp nokkura góðra aðila. Skilaboðin til keppenda og foreldra var sent á skak.is, facebooksíðum og í tölvupósti, og á endanum skiluðu langflestir keppendur sér í hús í Safamýrina og mótið fór því fram við frábærar aðstæður.  Ekki er vitað til að neinn hafi hætt við mótið vegna þessara breytinga.  Alls tóku 83 keppendur þátt í jólamótinu, sem er met hjá félaginu.  Keppt  var í þrem flokkum á mótinu.  Í eldri flokki krakkar sem fæddir voru 2000-2004 voru tefldar 6. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma og sama var upp á teningnum í yngri flokki, en þar telfdu krakkar sem fæddir eru árin 2005-2007.  Í yngsta flokknum tefldu krakkar fæddir 2008 og yngri í peðaskák.

Í eldri flokki sigraði Vignir Vatnar Stefánsson annað árið í röð, en hann fékk hörkukeppni nokkura skákmanna meðal annars frá bræðrunum Birni og Bárði Birkisyni.  Björn Birkisson varð í 2. sæti í flokknum, en Arnór Ólafsson varð í 3. sæti.  Stúlknameistaratitilinn og besti Víkingurinn kom í hlut Lovísu Hansdóttur.  Mótið var fyrnarsterkt, en einstök úrslit úr flokknum má nálgast á chess-results hér:

Í yngri flokki sigraði Alexander Már Bjarnþórsson, en hann náði að leggja alla andstæðinga sína.  Hann sigraði Jón Hreiðar Rúnarsson helsta andstæðing sínn í næstsíðustu umferð.  Jón Hreiðar hafði í umferðinni á undan sigrað stigahæsta keppanda flokksins Róbert Luu.  Jón Hreiðar endaði í 2. sæti í flokkum og varð jafnframt efstur Víkinga í yngri flokki.  Þriðji varð Björn Magnússon, en Þórdís Agla Jóhannsdóttir fékk stúlknaverðlaunin.  Einstök úrslit úr flokknum má nálgast á chess-results hér:

Skákstjórar voru hinir geysiöflugu Stefán Bergsson (eldri flokk) og Páll Sigursson (yngri) og er þeim hér með þakkað sérstaklega, enda hefði mótið aldrei getað gengið upp án þeirra.  Víkingar vilja einnig þakka Lenku Ptacnikovu fyrir aðstoðina, en ástæðan fyrir góðri mætingu var einmitt dugnaður hennar að benda nemendum sínum á áhugaverð barnamót.  Keppendur komu víða að, m.a voru tíu keppendur úr Ingunnarskóla og sambærilegur fjöldi kom úr Háaleitisskóla.  Skákfélagið Huginn er þakkað fyrir að lána 100 töfl og einnig var Gunnar Björnsson forseti geysiöflugur á mótsdegi.

Barnaæfingar Víkingaklúbbsins eru nú komnar í jólafrí, en hefjast aftur 14. janúar og verða vikulega fram á vor. M.a er stefnt að tveim stórum barnamótum eins og þessu ári þs, páskamótið og vormótið.

Eldri flokkur úrslit:

1. Stefánsson Vignir Vatnar 6v. af 6
2. Birkisson Björn 5. v
3. Arnór Ólafsson 4. v
4. Birkisson Bárður Örn 4.v
5. Mai Aron Þór 4.v
6. Kravchuk Mykhaylo 4.v
7. Kristjánsson Halldór Atli 4.v
8. Halldórsson Sævar 3.v
9. Ólafur Örn 3.v
10. Lovísa Sigríður Hansdóttir 3.v
11. Bjarki Ólafsson 3.v
12. Steinar Logi Jónatansson 3.v
13. Alexander Ragnarsson 2.v
14. Fannar Árni Hafsteinsson 2.v
15. Einar 2.v
16. Arnar Jónsson 2.v
17. Veigar Már Harðarson 1.5.v
18. Egill Gunarsson 1.5 v.
19. Elvar Christiansen 1.0 v
20. Kristófer 1.0 v

Yngri flokkur úrslit:

1. Bjarnþórsson Alexander Már 6. v af 6
4. Luu Róbert 5.v
6. Omarsson Adam 5.v
16. Azalden 4. v
17. Sousa Daniel Aron 3.5.v
29. Ægisson Örn 3.v
32. Pétursson Þór 3.v
41. Kaczanowski Szymon 2. v
49. Eradze Alexander 1. v

Peðaskák úrslit:

1. Patrekur Jónas (2008) 4.5 v 
2. Gunnlaugur Dan Friðriksson (2009) 4. v 
3. Ragna Rúnarsdóttir (2009) 3.5 v 
4. Andrea Arna Pálsdóttir 3. v 
5. Damien 3. v 
6. Bjarki 2.5 v. 
7. Eiður Styrr 2.5 v. 
8. Bergþóra Helga 2. v 
9. Darri Hilmarsson 2. v. 
10. Benedikt 2. v 
11.Einar Árni 1. v

Aukaverðlaun:

Stúlkanverðlaun eldri:  Lovísa Hansdóttir
Besti Víkingurin eldri:  Lovísa Hansdóttir
Stúlknaverðlaun yngri: Þórdís Agla Jóhannsdóttir
Besti Víkingurinn yngri:  Jón Hreiðar Rúnarsson
Bestur 2005:  Alexandir Már Bjarnþórsson
Bestur 2006:  Guðni Viðar Friðriksson
Bestur 2007: Adam Ómarsson
Bestur 2008: Patrekur Jónas
Bestur 2009: Gunnlaugur Dan Friðriksson

No comments:

Post a Comment