Thursday, November 27, 2014

Davíð Kjartansson atskákmeistari Víkingaklúbbsins 2014

Davíð Kjartansson kom sá og sigraði á Atskákmóti Víkingaklúbbsins sem haldið var í Víkingsheimilinu í kvöld. Davíð tók fljótlega forustu á mótinu og gat hægt á í lokin með tveim jafnteflisskákum.  Í 2-3 sæti urðu svo Bárður Örn Birkisson og Gunnar Fr. Rúnarsson með 4.5 vinninga, en Bárður sigraði jafnframt í unglingaflokki á meistaramótinu.  Mikla athygli vakti góð frammistaða bræðrana Bárðs og Björns Birkissonar á mótinu, en þeir telfdu allan tíman á efstu borðum.  Mótið var atskákmót, en atskák telst vera lögleg ef umhugsunartíminn er meira en 10. mínutur á keppanda, en umhugsunartíminn á meistaramóti Víkingaklúbbsins var 11. mínútur á keppanda. Þetta er að öllum líkindum í fyrsta skipti sem keppt er með þessum tímamörkum á skákmóti á Íslandi.

Úrslit:

1. Davíð Kjartansson 5.0 vinn af 6.
2-3. Bárður Örn Birkisson 4.5 v.
2-3. Gunnar Fr. Rúnarsson 4.5 v.
4. Ólafur Brynjar Þórsson 4.0 v.
5-6. Björn Hólm Birkisson 3.5 v.
5-6. Halldór Pálsson 3.5 v.
7-8. Ingi Tandri Traustason 3.0 v.
7-8. Aron Þór Mai 2.5 v.
9-10. Héðinn Briem 2.5 v.
9-10. Úlfur Orri Pétursson 2.5 v.
11-13. Alexander Olever mai 2.0 v.
11-13. Hjálmar Sigvaldason 2.0 v.
11-13. Gunnar Ingibergsson 2.0 v.
14. Víkingur Orri Víkingsson 0.0 v.

Það veður enginn í vélarnar!


No comments:

Post a Comment