Wednesday, December 11, 2013

Jólamót Víkingaklúbbsins 2013

Jólamót Víkingaklúbbsins sem lauk í miðvikudaginn 11. desember var stærsta mót í sögu Víkingaklúbbins. 53 krakkar hófu keppni í tveim flokkum. Krakkar fæddir 2005 og yngri kepptu í einum flokki, en í eldri flokki voru krakkar fæddir 2004 og eldri. Tefldar voru 5. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma. 

Sigurvegari yngri flokks var hinn bráðefnilegi Óskar Víkingur Davíðsson en hann vann allar skákir sínar. Annar varð Baltasar Gunnarsson með 4. vinninga, en jafn honum en lægri á stigum varð Jón Hreiðar Rúnarsson, sem jafnframt varð efstur félagsmanna Víkingakklúbbsins.  Í næstu sætum komu nokkrir bráðefnilegir krakkar með sömu vinninga en lægri á stigum.  Karitas Jónsdóttir varð efst stúlkna í yngri flokki.

Í eldri flokki sigraði undrabarnið Vignir Vatnar Stefánsson eftir hörku bráðabanaskák við Guðmund Bragason. Vignir Vatnar og Guðmundur voru jafnir með 5. vinninga í mótslok og tefldu svokallaða bráðabanaskák (Harmagedón).  Í miklu tímahraki þar sem Vingir átti 30 sekúntu eftir, en Guðmundur eina mínútu, þá varð Guðmundi það á að leika ólöglegum leik og skákin dæmist því töpuð.   Mikael Kravchuk náði 3. sætinu, en hann er mikið efni.  Jón William Snider varð efstur félagsmanna eldri flokki og efst stúlkna varð Fanney Lind Jónsdóttir.

Stefán Bergsson skákstjóri stjórnaði mótinu af miklu öryggi og vann mikið þrekvirki. Lenka Placnikova mætti með marga nemendur sína á svæðið og hjálpaði mikið til, sem og Siguringi Sigurjónsson.  Sigurður Ingason var einnig mættur til að hjálpa til.  Foreldrar krakkana tóku ríkan þátt og hjálpuðu til við mótahaldið.  

Knattspyrnufélagið Víkingur veitti öllum krökkunum viðurkenningu og krakkarnir fengu einnig kennsluhefti frá Siguringa skákkennara.  Barnaæfingar Víkingaklúbbsins eru nú komnar í jólafrí, en hefjast aftur 15. janúar og verða vikulega fram á vor.  M.a er stefnt að tveim stórum mótum, páskamóti og vormóti.

Eldri flokkur úrslit:

* 1 Vignir Vatnar Stefánsson 5.o
* 2 Guðmundur Bragason  5.0
* 3 Mikael Kravchuk 4.0
* 4 'Jóhann Vilhjálmsson 4.0
* 5 Tómas Eiríksson 2.5
* 6 Matthías Ævar Magnússon 3.0
* 7 Daníel Ernir Njarðarson 3.0
* 8 Arnór Tjörvi 3.0
* 9.Ásvaldur Sigthórsson 3.0
* 10 Brynjar Haraldsson   3.0
* 11 Aron Thór 3.0
* 12 Fanney Lind Jónsdóttir 2.0

aðrir minna, en alls tóku 21. keppandi þátt í eldri flokki

Yngri flokkur úrslit:

* 1 Óskar Víkingur Davíðsson 5.0
* 2 Baltasar Gunnarsson 4.0
* 3 JónHreiðar Rúnarsson 4.0
* 4 Sólon  Siguringason 4.0
* 5 Adam Ómarsson 4.0
* 6 Robert Luu 3.5
* 7 Ingibert Erlingsson 3.5
* 8 Alexander Már 3.5
* 9 Óttar  B. Sigfússon 3.5
* 10. Daníel Sveinsson 3.5

Aðrir minna, en alls tóku 32. keppendur þátt í yngri flokki.  Smá villa í tölvukerfi orsaði það að úrslitin í yngri flokki eru enn ekki nógu nákvæm.  

















No comments:

Post a Comment