Friday, December 3, 2010

Úrslit á Íslandsmótinu í Vîkingaskák

Hörkuspennandi Íslandsmóti í Vîkingaskák lauk á fimmtudagskvöldið í húsnæði Vinjar. Eftir hörkubarning varð krýndur nýr sigurvegari Guðmundur Kristinn Lee, en hann tapaði einungis einni skák. Í öðru til þriðja sæti urðu svo Gunnar Fr. Rúnarsson og Ingi Tandri Traustason. Gunnar varð úrskurðaður í annað sæti á stigum. Sigurvegari í kvennaflokki varð hin bráðefnilega Ingibjörg Birgisdóttir, sem hefur á undratíma náð mikilli færini í taflinu. Páll Andrason varð krýndur Íslandsmeistari unglinga, en í flokki 35 ára og eldir varð Ingi Tandri meistari og Gunnar Fr, sigraði í flokki 45. ára og eldri. Metþátttak varð í mótinu, en átján skráðu sig til leiks. Sú hefð hefur skapast að á aðalmótinu er spiluð Víkingaskák með atskákfyrirkomulagi með 15 mínútna umhugsunartíma. Tefldar voru sjö umferðir og skákstjóri var öðlingurinn Haraldur Baldursson. Tvö stórmót eru enn eftir á árinu og það seinna er hið bráðskemmtilega jólamót. Hitt mótið verður ofurmót, sem verður auglýst fljótlega.

Myndaalbúm mótsins má finna hér:


Lokastaðan:

Opinn flokkur:

1. Guðmundur Lee
2. Gunnar Fr. Rúnarsson
3. Ingi Tandri Traustason

Kvennaflokkur:

1. Ingibjörg Birgisdóttir
2. Guðrún Ásta Guðmundsdóttir

Unglingaflokkur 20 ára og yngri:
1. Páll Andrasonn
2. Dagur Ragnarsson
3. Jón Trausti Harðarsson

Öðlingaflokkur I, 35 ára og eldri:
1. Ingi Tandri Óskarsson
2. Tómas Björnsson
3. Stefán Þór Sigurónsson

Öðlingaflokkur II, 45 ára og eldri:

1. Gunnar Fr. Rúnarsson
2. Sveinn Ingi Sveinsson
3. Arnar Valgeirsson

Opinn flokkur:

* 1 Guðmundur Lee 6
* 2-3 Gunnar Fr. Rûnarsson 5.5
* 2-3 Ingi Tandri Traustason 5.5
* 4-8 Jorge Fonsega 4
* 4-8 Sveinn Ingi Sveinsson 4
* 4-8 Páll Andrason 4
* 4-8 Ingimundur Guðmundsson 4
* 4-8 Tómas Björnsson 4
* 9 Ingibjörg Birgisdóttir 3.5
* 10. Stefán Þór Sigurjónsson 3
* 10-12 Halldór Ólafsson 3
* 10-12 Arnar Valgeirsson 3
* 13 Dagur Ragnarsson 2.5
* 14 Jón Trausti Haraldsson 2
* 15 Guðrún Ásta Guðmundsdóttir 2
* 16 Ólafur Guðmundsson 0
* 17 Magnús Magnússon 0
* 18 Hörður Garðarsson 0










No comments:

Post a Comment