Thursday, December 30, 2010

Davíð Kjartansson og Sveinn Ingi Jólavíkingar 2010

Davíð Kjartansson og Sveinn Ingi Sveinsson sigruðu á jólamóti Víkingaklúbbsins sem haldið var þriðjudaginn 28 des. Davíð sigraði með yfirburðum á skákmótinu, leyfði aðeins tvö jafntefli. Í öðru til fjórða sæti urðu, Jón Árni Halldórsson, Lárus Knútsson og Tómas Björnsson. Jón Árni varð úrskurðaður í annað sæti á stigum og Lárus fékk þriðja sætið. Davíð er því hraðskákmeistari Víkingaklúbbsins 2010, en Ólafur B. Þórsson vann mótið 2009. Davíð Kjartansson vann því öll mót sem hann keppti á í jólafríi sínu. Hann varð m.a jólameistari Factory á Þorláksmessu og Íslandsmeistari í netskák 27 des. Átján keppendur tóku þátt í gríðalega skemmtilegu móti, þar sem tímamörk voru 5. mínútur og umferðirnar sjö.

Í Víkingaskákinni varð Sveinn Ingi Sveinsson langsterkastur, en hann er nú kominn sterkur til baka eftir að hafa átt slæmt Íslandsmót í 15. mínútna Víkingaskák. Sveinn sigraði alla andstæðinga sína og endaði með sjö vinninga. Sveinn er því Íslandsmeistari í hraðvíkingaskák 2010, en formaðurinn vann titilinn í fyrrra. Í öðru sæti varð Tómas Björnsson með 6. vinninga. Gunnar Fr. náði þriðja sætinu með fimm vinninga. Keppendur í Víkingaskákinni voru tólf, þar sem tímamörk voru 7. mínútur og umferðirnar sjö.

Á mótinu var einnig keppt um nýjan titil í fyrsta skipti, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum. Sveinn Ingi kom gífurlega á óvart í skákmótinu með hörku framistöðu og því varð hann með flesta vinninga samanlagt. Hann hlaut því einnig titilinn bezti "tvískákmaður" ársins 2010. Sveinn fékk samanlagt ellefu vinninga, en Tómas varð annar með 10.5 vinninga. Þriðji í tvískákinni varð Gunnar Fr. með 9. vinninga.

Mótið var glæsilegt í alla staði og veitingar voru veittar án endurgjalds. Mótið í fyrra var heppnaðist einnig mjög vel, en hér má sjá úrslit og myndir frá 2009

Mótið 2009

Úrslitin á hraðskákmótinu

* 1. Davíð Kjartansson 6.0
* 2. Jón Árni Halldórsson 5.0
* 3. Lárus Knútsson 5.0
* 4. Tómas Björnsson 5.0

Úrslitin á Víkingahraðskákmótinu

* 1. Sveinn Ingi Sveinsson 7.0
* 2. Tómas Björnsson 5.5
* 3. Gunnar Fr. Rúnarsson 5.0
* 4. Ingi Tandri Traustason 4.0

Úrslitin í Tvískákinni

* 1. Sveinn Ingi Sveinsson 11.0
* 2. Tómas Björnsson 10.5
* 3. Gunnar Fr. Rúnarsson 9.0

Aukaverðlaun í Vîkingaskákinni

Öldungur 35 ára og eldri
1. Tómas Björnsson

Öldungaverðlaun II 45 ára og eldri
1. Gunnar Fr. Rúnarsson

Kvennaverðlaun
1. Inga Birgisdóttir

Unglingaverðlaun 20 ára og yngri
1. Jón Trausti Harðarsson









No comments:

Post a Comment